tisa: júlí 2006

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Úr hinum og þessum áttum

Ég var vakin í morgun. Miðaldra systir mín sagði mér að koma að versla með sér. Ég að sjálfsögðu reif mig á fætur og fór með.

En mig grunaði ekki að ég hafði verið blekkt. Erla mútaði mér með smákökum og fór svo með mig á Hagstofuna þar sem við stóðum í röð í klukkutíma. Ekki mín hugmynd um verslunarleiðangur. Svo upp í Smáralind að skoða myndavélar ...

Vúúúhúúú

Þetta var kannski fyrir bestu þar sem ég eyddi þá engum pening.

Fór að heimsækja Magga Dan í gær ásamt Lindu... Við flúðum stuttu seinna vegna ógvekjandi kossa- og sleikjihljóða frá honum og kærustunni. Mjög mannskemmandi lífsreynsla.

Það er mánuður í skólann. Ég er að deyja úr tilhlökkun. Ég verð ekki busi. Ég veit samt að viku eftir að skólinn byrjar verð ég farin að telja niður í jólafríið.

Rokkstjarnan í kvöld. Ég titra af spenningi. Okkar maður ætlar að syngja David Bowie held ég. Ég fæ ennþá svona kjánahroll við að sjá Magna þarna.

Engin óhöpp varðandi bílinn. Nema það að það munaði engu að strætó keyrði inn í hliðina á mér. En rétturinn var minn. Strætó er fífl. Death to Strætó!

Það var gömul kona í vinnunni sem spurði mig hvað ég héti. Ég sagðist heita Tinna, sem var sannleikurinn. Þá fór hún að telja upp allar Tinnur sem hún þekkir. Hún gerir þetta næstum á hverjum degi. Næst ætla ég að heita Andrésína.

Sturtan mín er biluð. Hún brennir af manni holdið. Þannig ég ætla í bað. Mér þykir vænt um holdið mitt.

tisa at 20:31

6 comments

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Sumir ættu ekki að eiga bifreið

Og áfram heldur sú örvhenta að vera vangefin þegar kemur að því að eiga bíl.

Þetta byrjaði allt á mánudaginn.

Ég kem heim um morguninn eftir að hafa gist nóttina hjá henni Freyju, sem er staðgengils loverinn minn meðan sumir eru í labbitúr á Kárahnjúkum... Ég sem sagt drep á bílnum og opna húsið mitt með lyklunum mínum og hendi þeim svo á kommóðuna mína góðu.
Hálftíma seinna ætla ég svo á bókasafn með móður minni. Ég tek lyklana af kommóðunni og viti menn, bíllykillinn horfinn!
Ég leita og leita en lykillinn er gufaður upp. Húslyklarnir eru þarna, en bíllyklarnir hurfu af kippunni.
Dularfullt ...
Þetta var samt allt í lagi þar sem ég á nú aukalykil og ég fór á bókasafnið.

Svo á þriðjudaginn sem er þá dagurinn á eftir mánudeginum þá ákveð ég að fara með hana Kristjönu litlu Fenger í ísbíltúr. Við förum upp í Skeifu í ísbúðina þar. Þegar ég er stigin út úr bílnum og búin að læsa og allt uppgvöta ég mér til mikillar skelfingar að bíllykilinn er inni í bílnum. Og enginn aukalykill eftir.

Það ættu að vera einhverskonar verðlaun fyrir fólk eins og mig.

Pabbi reyndi að brjótast inn í bílinn í dag en hann er nokkuð vel brotheldur, enda er enginn ruslarabíll þarna á ferðinni.

Pabbi hringdi þá í neyðarþjónustu fyrir svona atvik. Ég fékk spjald frá þeim, þeim grunaði örugglega að ég yrði reglulegur viðskiptavinur.

En já niðurstaðan úr þessu bloggi er sú að ég er fífl. Bravó!

Hey já, svo var ég að keyra án ökuskírteinis í fyrradag og þá er löggan akkúrat að stöðva alla á götunni. Mér tókst að svegja framhjá. Æsispennandi lögguaction. VÁ

Spurning hvort maður skelli sér í heimsókn til Margrétar fórbrotnu. Eða að ég fái mér túnfisksalat.... hmmm

Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 19:18

3 comments

mánudagur, júlí 17, 2006

Í dag er mánudagur, en ekkert Lost

Ég fór á bókasafn áðan og tók mér bók, komin tími til.

Ég fór svo í klippingu. Núna er ég ekki með neitt hár lengur. Okei smá, en ekki mikið. Ég fæ áfall þegar ég vakna á morgun og lít í spegilinn.

Og alltaf held ég áfram að vera fyrirmyndarökumaður.

Dæmisaga:

Ég var að bíða á beygjuljósi hjá Kolaportinu. Ég bíð og bíð. Svo bíð ég meira. Græna ljósið kemur loksins og ég tek mína fögru vinstri beygju. Þegar ég er svona hálfnuð mér beygjuna sé ég að ég er að stefna inn á vitlausan vegarhelming. Ég ákveð að það sé skynsamlegra að halda sig hægra megin, þrátt fyrir það að mér finnist vinstri hliðin mun skemmtilegri. Ég beygi snögglega og viti menn, keyri á kantinn á umferðareyjunni. Dekkið mitt sprakk.

Gullstjarna handa Tinnu.

Þetta endaði þannig að Pabbi hennar Freyju skipti um dekkið, en bara af því ég var í nýjum fötum. Annars hefði ég örugglega getað það........


Núna ætla ég að gæða mér á Skógarsveppasúpu.

Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 19:41

2 comments

þriðjudagur, júlí 11, 2006

The hidden Tinna

Bíllin minn ástkæri er orðin gangfær og nú get ég tekið gleði mína á ný.

Bjarki átti afmæli um daginn – Til hamingju

Kristjana líka – Til hamingju líka

Esther komin á nýjan hvítan Póló - Hmmmm? Til hamingju

Ég er farin að fela mig ýtrekað í vinnunni núna.

Ég fel mig fyrir konunni sem er alltaf að grátbiðja mig um að fara með sér á klósettið.

Ég fel mig fyrir karlinum sem er alltaf að biðja mig um að hella einhverju gumsi upp í sig.

Ég fel mig fyrir konunni sem er alltaf að fikra sig nær mér og biðja um hjálp.

Ég fel mig fyrir hinu alræmda “sjötta borði”

Ég fel mig fyrir samstarfskonu minni sem er alltaf að reyna að gefa mér eitthvað, núna seinast kom hún með poka af fötum. Þá hljóp ég í burtu. Síðan frétti hún að ég væri komin á bíl og núna bíður hún alltaf út á bílastæði eftir mér. Ég vil vera ekki vinkona þín. Get the hint!

Annars er fínt í vinnunni.

Þetta lítur kannski út eins og ég sé illmenni sem vill ekki aðstoða aldraða, en þannig er það ekki. Ég má ekki aðstoða aldraða. Ég vinn við að leggja á borð.

Það er frekar óþægilegt að neita fólki um aðstoð, sérstaklega þegar það fer að gráta. Já, ég grætti einu sinni gamla konu í hjólastól. . . Þess vegna fel ég mig, eða þykist vera upptekin og geng rösklega fram og til baka.

Helvíti bíður mín.

Öll famílían farin á Egilstaði eða guð má vita hvert, þannig ég er ein og yfirgefin. Yfirgefin og svöng. Og fötin mín eru búin. Mammaaaaaaa

Ég man ekki hvort ég er að fara í klippingu á mánudegi klukkan tvö eða fimm eða til tannlæknis, eða hvort það var á föstudeginum sem klippingin er og þá tannlæknirinn á mánudeginum. Ég er örvhent.

Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 17:58

2 comments

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Það líður alltaf lengra og lengra á milli blogga hjá mér, en það mun líklega ekki lagast fyrr en í september.

En aðalfréttin hjá mér er sú að ég er að ég keypti mér Opelinn. Hann er bara smá bilaður, en það er allt í lagi, það er bara svolítið vandasamt að koma honum í gang ...

Annars er ég ekkert búin að afreka, sem kemur reyndar ekki mikið á óvart.

Er bara búin að vinna og horfa á Prison Break í rigningunni. Er ekki alveg að fíla þetta “sumar” í botn. Eins gott að þetta lagist um helgina, annars ætla ég að skrifa veðurstofunni hótunarbréf.

Ég er búin að eiga bílinn minn í níu daga og er ennþá ekki búin að bakka á. Og ég er örvhentur kvenmaður. Spáiði í því.

Reyndar held ég að ég sé búin að hræða líftóruna úr Magga nokkrum Dan með því að líta á dökkdökkappelsínugult ljós jafngyldi grænu, sem það gerir. Ekki satt?

Best að hoppa í brúsabað áður en Gilmore Girls byrjar. Það er er brjálað spennó. Rory var á deiti með einhverjum en svo var hún ekkert hrifin af honum, heldur hinum gaurnum sem er geðveikt asnalegur. Afhverju Rory, Afhverju?

Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 19:52

4 comments